Fasteignaleitin
Skráð 4. maí 2024
Deila eign
Deila

Glaðheimar 26

Tví/Þrí/FjórbýliHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Laugardalur-104
140.8 m2
6 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
99.900.000 kr.
Fermetraverð
709.517 kr./m2
Fasteignamat
85.050.000 kr.
Brunabótamat
64.350.000 kr.
Mynd af Sölvi Þór Sævarsson
Sölvi Þór Sævarsson
löggiltur fasteignasali
Byggt 1959
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2021901
Húsgerð
Tví/Þrí/Fjórbýli
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Ekki vitað
Raflagnir
Upphaflegar raflagnir
Frárennslislagnir
Ekki vitað
Gluggar / Gler
Upphaflegir gluggar
Þak
skipt um þakjárn 2023
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Suðuravalir út af stofu.
Upphitun
Ofnalagnir
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
*** SELD MEÐ FYRIRVARA ***
Sölvi Sævarsson og Domusnova kynna í sölu:  Vel skipulögð og björt 5 herbergja sérhæð með sérinngangi á 2 hæð.  Bílskúrsréttur fyrir tvöfaldan bílskúr fylgir íbúðinni. Tenging fyrir rafhleðslu við bílastæði.
 

Íbúðinn er í dag 140,8 m² hæð skv HMS (Þjóðskrá Íslands) ásamt 16,5 m² rými á 1 hæð sem var í sameign en er í dag nýtt sem séreign eftir breytingu á rýmum á neðri hæð.   Alls verður því eignin eftir breytingu á eignaskiptayfirlýsingu í heild skráð 157,3 m² fáist eignaskiptayfirlýsing samþykt.

Skipulag íbúðar – Aðalhæðin skiptist í anddyri, hol, eldhús, borðstofu, stofu, baðherbergi og fjögur svefnherbergi. Gengið er um hringstiga niður á neðri hæð íbúðar þar sem er rúmgott þvottahús og geymslurými samtals 16,5 m² . Neðri hæðin var áður sameign en er í dag nýtt sem séreign og er eignaskiptayfirlýsing í vinnslu.
 
  • Skipt um járn á þaki árið 2023. 
  • Svefnherbergi voru parketlögð 2021.
  • Nýjar flísar á forstofu árið 2022.
  • Lagt dren við húsið árið 2020.
  • Sett nýtt stigahandrið við hringstiga á neðri hæð 2022.
  • þvottahús endurnýjað á neðri hæð árið 2022. 

Allar nánari uppl.  veitir Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali í s. 618-0064 eða solvi@domusnova.is 

Nánari lýsing:
Anddyri – Hengi á vegg og flísar á gólfi.
Hol – Inn af anddyri er rúmgott hol/miðrými með hvítum fataskáp innbyggður í vegg. Hol tengirsaman eldhús og stofur á hægri hönd og svo svefnherbergi ásamt baðherbergri á vinstri hönd þegar inn er komið. Hringstigi er svo niður á neðri hæð úr holi. Parket á gólfi.
Barnaherbergi 1 – Við hlið anddyris með gluggum á tvær hliðar og parket á gólfi.
Eldhús – Innrétting er hvít ágætlega stór með flísum milli efri og neðri skápa. Steinplötur á innréttingu og undirfelldur vaskur í borði. Uppþvottavél í eldhúsi sem gæti fylgt og borðkrókur í eldhúsi með glugga. Parket á gólfi.
Stofa/ borðstofa – Rúmgóð björt borðstofa í framhaldi af eldhúsi og holi með parketi á gólfi. Stofa við hlið borðstofu með stórum gluggum á tvær hliðar og hurð út á flísalagðar suðursvalir. Einnig eru svalir út af borðstofu. Parket á gólfi.
Hjónaherbergi – Inn af holi er hjónaherbergi með skápum á milli veggja og parketi á gólfi. Gert er ráð fyrir sjónvarpi á vegg, parket á gólfi.
Baðherbergi – Er staðsett við hlið hjónaherbergis og var endurnýjað að mestu árið 2021. Flísar á veggjum og gólfi. Hvít innrétting með vaskborði og speglaskápi þar fyrir ofan. Upphengt og innfellt salerni og handklæðaofn á vegg við glugga. Baðkar með glerþili og sturtuaðstöðu.
Barnaherbergi 2 – Fataskápur með rennihurð og parket á gólfi.
Barnaherbergi 3 – Fataskápur og parket á gólfi.
þvottahús - Er á neðri hæð niður af hringstiga með stórri innréttingu með vaski í borði og góðu geymsluplássi. Þvottavél er í innréttingu og gluggi þar við. Flísar á gólfi. Einnig er gott geymslurými við enda á þvottahúsi með góðu hilluplássi.

Bílskúrsréttur: Íbúðinni fylgir bílskúrsréttur fyrir tveimur bílageymslum í bílskúr, sjá nánar í eignaskiptayfirlýsingu. Tengill er í staur við innkeyrslu fyrir hleðslu á bíl.
Nánasta umhverfi: Stutt í alla almenna verslun og þjónustu. Laugardalurinn og góð útivistarsvæði í göngufæri.
 
Nánari upplýsingar veitir:
Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali. í síma 618-0064 eða solvi@domusnova.is 
 – eða skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila, (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 50.000 - 75.000. Sjá nánar á heimsíðum lánastofnanna.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 69.900 kr.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða þá greiðir kaupandi skipulagsgjald þegar það verður lagt á. Skipulagsgjaldið er 0.3% af endanlegu brunabótamati.
 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
30/03/202158.550.000 kr.61.000.000 kr.140.8 m2433.238 kr.
02/11/201851.850.000 kr.59.500.000 kr.133.8 m2444.693 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Kuggavogur 4 íb 202
Bílastæði
Kuggavogur 4 íb 202
104 Reykjavík
137.7 m2
Fjölbýlishús
322
696 þ.kr./m2
95.900.000 kr.
Skoða eignina Arkarvogur 8
Bílastæði
Skoða eignina Arkarvogur 8
Arkarvogur 8
104 Reykjavík
123.6 m2
Fjölbýlishús
413
776 þ.kr./m2
95.900.000 kr.
Skoða eignina Arkarvogur 6 (210)
Bílastæði
Arkarvogur 6 (210)
104 Reykjavík
143.2 m2
Fjölbýlishús
514
698 þ.kr./m2
99.900.000 kr.
Skoða eignina Kuggavogur 4 (202) Útsýnisíbúð
Bílastæði
Kuggavogur 4 (202) Útsýnisíbúð
104 Reykjavík
137.7 m2
Fjölbýlishús
322
696 þ.kr./m2
95.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache